Hero background

STERKARIMEÐ HVERRI ÆFINGU

ADDA hvetur þig til að verða sú kona sem þú lítur upp til. Sú sem mætir í salinn, heldur áfram og sýnir sér og öðrum að krafturinn kemur að innan. Komdu með á æfingu, það munar um hverja einustu lyftu!

Meðlimaáskrift

HVAÐ FÆ ÉG?

VIKULEGT PLAN

Í hverri viku færð þú sendar þrjár nýjar lyftingaæfingar. Æfingaáætlunin er byggð á hinni heilögu þrenningu; hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Æfingarnar henta konum á öllum aldri, byrjendum sem lengra komnum. Markmiðið er skýrt – við ætlum að verða sterkari. Þú dreifir æfingunum eins og þér hentar yfir vikuna og æfir á þeim tíma sem þér finnst best.

ÆFINGABANKI

Þú færð aðgang að stórum æfingabanka fullum af fjölbreyttum æfingum sem henta ólíkum markmiðum, hvort sem þú vilt auka við styrkinn eða bæta tæknina. Við erum allar á mismunandi stað og hver og ein getur stýrt sínum árangri á eigin hraða.

KENNSLUMYNDBÖND

Lærðu réttu lyftingatæknina bæði fljótt og örugglega. Þú færð aðgang að fjölmörgum kennslumyndböndum og myndum sem hjálpa þér að fá meira út úr hverri hreyfingu.

LOKAÐ EFNI

Einkaefni beint til þín. Hér er komið að mér að hvetja þig áfram! Uppskriftir, ráðleggingar, afslættir og innblástur. Allt sem hjálpar þér að halda dampi og er hugsað sem góð hvatning til að stunda styrktaræfingar og fylgja æfingaáætluninni. Aðeins fyrir áskrifendur – bara það besta fyrir ADDA members.

Skoða áskriftarleiðir
Hero background

Hver er Arnhildur?

Ég heiti Arnhildur Anna og er þjálfarinn þinn. Ég útskrifaðist sem styrktarþjálfari frá ÍAK árið 2021 og hef síðan þá starfað við þjálfun. Auk þess að bjóða upp á fjarþjálfun og einstaklingsmiðaða styrktarþjálfun í gegnum síðuna mína, stýri ég einnig lyftingatímum fyrir konur í líkamsræktarstöðinni Afrek.

Reynsla mín sem keppandi og þjálfari hefur kennt mér að styrkur er ekki aðeins líkamlegur – hann er líka andlegur. Markmið mitt er að hjálpa þér að byggja upp óbilandi sjálfstraust í salnum, finna þinn eigin styrk og verða sterkari með hverri æfingu. Styrkurinn er ótrúlega fljótur að koma, sérstaklega ef þú byrjar í dag. Ég veit að þú getur þetta!

AFREK

  • Margfaldur Íslandsmeistari í kraftlyftingum
  • Fyrsta íslenska konan til að ná samanlagðri lyftu upp á hálft tonn
  • Hef sett alls 63 Íslandsmet á ferlinum
  • Hef byggt upp öflugt og áhrifamikið samfélag kvenna sem telur hundruð þátttakenda
  • Útskrifaðist sem styrktarþjálfari frá ÍAK árið 2021

KRAFTLYFTINGAR ERU FYRIR ALLA

Að stunda styrktarþjálfun er lífsnauðsynlegt fyrir alla og hefur bæði heilsufarsleg áhrif og mikil áhrif á lífsgæði okkar. ADDA gerir styrktarþjálfun að lykilþætti í heilbrigðum lífsstíl fyrir konur á öllum aldri.

Vöðvastyrkur

Vöðvastyrkur

Hjálpar okkur í allri daglegri hreyfingu og styrkir um leið liðamótin.

Efnaskipti

Efnaskipti

Aukast með auknum vöðvamassa, sem getur stutt við þyngdarstjórnun og almennt orkustig

Hormónajafnvægi

Hormónajafnvægi

Eitthvað sem konur, sérstaklega á breytingaskeiði, leiða í sífellt meira mæli hugann að. Styrktarþjálfun hefur mjög góð áhrif á þessa starfsemi líkamans.

Það eru forréttindi að fá að æfa hjá Arnhildi – það er ekkert meira valdeflandi en að æfa með konum sem allar hafa sameiginlegt markmið, að verða sterkari. Ég er stoltur meðlimur þessa samfélags sem einkennist af orku, hvatningu og gleði og er endurnærð eftir hverja æfingu.

Katrín Steinunn Antonsdóttir

Katrín Steinunn Antonsdóttir

markaðsstjóri og íþróttakona

Arnhildur opnaði fyrir mér nýjan heim þegar ég byrjaði að stunda kraftlyftingar hjá henni. Hún er með góða nærveru og hvetur mig áfram með persónulegri nálgun. Ég hef bætt mig jafnt og þétt á þessum tveimur árum sem ég hef verið í þjálfun hjá henni.

Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir

Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir

Ljósmóðir

Ég hef aldrei á ævinni verið svona sterk. Ég hef prófað mörg prógrömm á netinu sem mér finnst oft flókin og flest námskeið en aldrei tollað heil þrjú ár! Hvatning, kærleikur, fagmennska og það að vilja leiðbeina konum að gera rétt eru lykilatriði.

Hallfríður Kristín Jónsdóttir

Hallfríður Kristín Jónsdóttir

Ljósmóðir

Verdskra background

VELDU ÁSKRIFTARLEIÐ

Greitt mánaðarlega

Mánaðaráskrift

Aðgangur að vefnum.

Greitt mánaðarlega.

5.990 kr

/ mánuði

Skrá mig í mánaðaráskrift
Greitt árlega

Ársáskrift

Aðgangur að vefnum.

Árleg greiðsla upp á 59.880 kr.

4.990 kr

mánuðurinn

Skrá mig í ársáskrift